Bygging raðhúss í Áshamri samþykkt

Enn er rætt um lóðina sunnan við Áshamar 1 en bæjarstjórn samþykkti á fimmtudaginn byggingu raðhúss á lóðinni með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn tveimur atkvæðum D-lista. Eyþór Harðarson D-lista sat hjá.

Fyrir fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 27. ágúst lá fyrir umsókn frá Júlíusi Hallgrímssyni á lóðum sunnan við Áshamar 1 til byggingar tveggja sex íbúða raðhúsa.

Þessu voru fulltrúar Sjálfstæðisflokks ekki sammála þar sem umrædd lóð er eina lóðin í Vestmannaeyjum sem skilgreind er sem fjölbýlishúsalóð. „Skipulagsmál eru viðkvæm og vandmeðfarin. Umrædd lóð er eina lóðin í Vestmannaeyjum sem er skilgreind á skipulagi sem fjölbýlishúsalóð. Lóðaframboð í Vestmannaeyjum er sannarlega takmörkuð auðlind og þurfa skipulagsyfirvöld að búa yfir framsýni m.t.t. húsnæðisþarfa framtíðarinnar. Undirrituð hafa í tvígang áður samþykkt fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs þar sem umsækjanda er neitað um breytingu á skipulagi í Áshamri úr fjöbýlishúsalóð í raðhúsalóð, síðast í apríl á þessu ári og greiðum gegn breytingunni.” Segir í bókun minnihlutans.

VEY- Starf sérkennsluráðgjafa leikskóla

Þessu undruðu fulltrúar meirihlutans sig á og bókuðu eftirfarandi. „Við lýsum undrun yfir að fulltrúi D-lista vilji halda sig við eldra skipulag og hafa svæðið óbreytt í stað þess að leyfa byggingu raðhúsa, enda eru engar aðrar raðhúsalóðir til ráðstöfunar innan sveitarfélagsins.”

Frá bæjarstjórnarfundinum á fimmtudaginn.

Þá furðaði minnihlutinn sig á því að málið skyldi almennt hafa verið afgreitt á 290. fundi umhverfis- og skipulagsráðs þar sem málinu var frestað á 289. fundi. Þar sem skipaður hafi verið starfshópur um framtíðarskipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð sem átti að koma með tillögur að lausn þeirra, áður en farið væri í frekari skipulagsvinnu. „Þessi starfshópur hefur ekki skilað opinberri niðurstöðu, en málið afgreitt á fundi nr. 290 þrátt fyrir það og hafin vinna að skipulagsbreytingum á svæðinu. Liggi niðurstaða þess hóps fyrir, þá hefur hún í það minnsta ekki verið kynnt fyrir minnihlutanum.“ Segir í bókun minnihlutans.

Sjá einnig: Jákvætt tekið í byggingu raðhúss í Áshamri

Mest lesið