Kubbur sigraði í Ameríku

The cube, with a lot of style!

Posted by Q Yves Bernard Thuilliez on Sunday, 7 October 2018
Team Kubbur hampar bikarnum. – Mynd: Facebook/OffroadKubbur/

Eyjaliðið „Team Kubbur” gerði sér lítið fyrir og sigraði USA meistarakeppni íslensku torfærunnar um helgina.

Mynd: Facebook/OffroadKubbur/

Keppnin, sem er árlegur viðburður, fór fram dagana 4. til 7. október í Bikini Bottoms í Dyersburg, Tennesse. Alls héldu 13 lið til Ameríku frá Íslandi með sérútbúna torfærubíla sína til að taka þátt í keppninni.

Keppnisdagarnir voru tveir og fór svo að Kubbur sigraði fyrri daginn og var annar þann seinni. Liðið sigraði því keppnina samanlagt. Ökumaður liðsins var Magnús Sigurðsson.

VEY- Starf sérkennsluráðgjafa leikskóla

Fleiri myndir og myndbönd má sjá á Facebook síðu Kubbs

Mynd: Facebook.com/OffroadKubbur/

Mest lesið