Team Kubbur hampar bikarnum. – Mynd: Facebook/OffroadKubbur/

Eyjaliðið „Team Kubbur” gerði sér lítið fyrir og sigraði USA meistarakeppni íslensku torfærunnar um helgina.

Mynd: Facebook/OffroadKubbur/

Keppnin, sem er árlegur viðburður, fór fram dagana 4. til 7. október í Bikini Bottoms í Dyersburg, Tennesse. Alls héldu 13 lið til Ameríku frá Íslandi með sérútbúna torfærubíla sína til að taka þátt í keppninni.

Keppnisdagarnir voru tveir og fór svo að Kubbur sigraði fyrri daginn og var annar þann seinni. Liðið sigraði því keppnina samanlagt. Ökumaður liðsins var Magnús Sigurðsson.

Fleiri myndir og myndbönd má sjá á Facebook síðu Kubbs

Mynd: Facebook.com/OffroadKubbur/