Það verða tveir rosalegir handboltaleikir í vikunni. Strákarnir eru að fá Selfoss í heimsókn, en það eru venjulega svakalegir leikir á milli þessara liða. Það var frábært að horfa á strákana á sunnudaginn á móti Pauc í evrópukeppninni en ef þeir ná upp sama leik og þeir spiluðu þar þá eru fá lið sem stoppa ÍBV liðið.

Stelpurnar eiga sem leik við Val á fimmtudaginn kl. 18.30. Valur er með virkilega sterkt lið, en þeim var einmitt spáð deildarmeistaratitlinum í ár. Það hafa alltaf verið flottir leikir á milli þessara liða. Stelpurnar okkar gerðu góða ferð til Akureyrar í síðustu umferð þar sem þær sigruðu norðanstúlkur nokkuð sannfærandi.
Nú er bara að fjölmenna á völlinn og hvetja okkar lið.