Benni Íslandsmeistari í rennuflokki í Boccia

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia, einstaklingskeppni fór fram í Vestmannaeyjum um helgina sem leið. Íþróttafélagið Ægir hafði umsjón með mótinu sem þótti heppnast einstaklega vel.

Bernharður Jökull Hlöðversson, Íslandsmeistari. Mynd Þorgeir Baldursson.

Glæsileg mótssetning var á föstudagskvöldið þar sem eldglæringar fylgdu keppendum á sviðið. Samið var sérstakt mótslag var samið og flutt af Söru Renee Griffinn. Jarl Sigurgeirsson tók svo lagið við góðar undirtektir.
Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF flutti ávarp og Heimir Hallgrímsson, tannlæknir og fyrrum landsliðsþjálfari flutti peppræðu til keppenda.

Mótið gekk glimrandi vel og var á undan áætlun, svo vel var staðið að skipulagi og flæði dómara og annars starfsfólks, sem tók að sér fjölbreytt verkefni vegna mótsins.
„Íþróttasamband fatlaðra óskar Sylvíu Guðmundsdóttur formanni Ægis, stjórn Ægis og öllum þem sem komu að undirbúningi og skipulagi til hamingju með glæsilegt mót. Til hamingju Eyjamenn með félagið ykkar.“ Segir í tilkynningu frá ÍF.

Keppt var laugardag og sunnudag og átti Íþróttafélagið Ægir að sjálfsögðu sína fulltrúa á mótinu sem allir stóðu sig með mikilli prýði. Félagið eignaðist einn Íslandsmeistara en Bernharður Jökull Hlöðversson sigraði í rennuflokki.

Úrslit urðu sem hér segir:

Íslandsmótið í Boccia 2018. Mynd Sæþór Vídó.

1. Deild
1. sæti: Jósef W. Daníelsson, Nes
2. sæti: Erla Sif Kristinsdóttir, Nes
3. Sæti: Guðrún Ólafsdóttir, Akur

Íslandsmótið í Boccia 2018. Mynd Sæþór Vídó.

2. Deild
1. sæti: Kristín Lára Sigurðardóttir, ÍFR
2. Sæti: Sigurður Ragnar Kristjánsson, ÍFR
3. Sæti: Sigurjón Sigtryggsson, Snerpu

Íslandsmótið í Boccia 2018. Mynd Sæþór Vídó.

3. Deild
1. sæti: Kolbeinn Jóhann Skagfjörð, Akri
2. sæti: Jóhanna Nína Karlsdóttir, Þjóti
3. Sæti: Sveinn Gíslason, ÍFR

Íslandsmótið í Boccia 2018. Mynd Sæþór Vídó.

4. Deild
1. sæti: Ómar Karvel Guðmundsson, Ívari
2. sæti: Bjarni Friðrik Ófeigsson, Suðra
3. Sæti: Sigurður Arnar Benediktsson, Nes

Íslandsmótið í Boccia 2018. Mynd Þorgeir Baldursson.

5. Deild
1. sæti: Ágúst Þór Guðnason, Suðra
2. sæti: Almar Þór Þorsteinsson, Suðra
3. Sæti: Ari Ægisson, Nes

Íslandsmótið í Boccia 2018. Mynd Þorgeir Baldursson.

Rennuflokkur
1. sæti: Bernharður Jökull Hlöðversson, Ægir
2. Sæti: Ástvaldur Ragnar Bjarnason, Nes

Íslandsmótið í Boccia 2018. Mynd Þorgeir Baldursson.

BC 1 til 4
1. sæti: Ingi Björn Þorsteinsson, ÍFR
2. sæti: Aðalheiður Bára Steinsdóttir, Grósku
3. Sæti: Hulda Klara Ingólfsdóttir, Ösp

Á sunnudagskvöldið var svo haldið lokahóf í Höllinni. Þar sá Einsi kaldi um matinn að sinni alkunnu snilld. Að loknum kvöldverð og skemmtidagskrá tók svo við dansleikur með hljómsveitinni Brimnes.

Okkar fólk var að sjálfsögðu með myndavélina á lofti um helgina og má sjá afraksturinn hér að neðan.

chevron-right chevron-left
Jólafylkir 2019

Mest lesið