Selfoss hafði betur í Suðurlandsslag

Selfoss hafði betur gegn ÍBV í háspennuleik í Olís-deild karla nú fyrr í kvöld.

ÍBV leiddi allan leikinn, komst mest í fjögurra marka forystu og leiddi með þremur mörkum í hálfleik. Þannig hélt það áfram í síðari hálfleik þangað til um tíu mínútúr voru eftir í stöðunni 23:20.

Þá tók Haukur Þrastarson til sinna ráða í liði Selfoss. Þegar fjórar mínútur voru eftir kom Haukur Selfoss yfir í 25:24.

VEY- Starf sérkennsluráðgjafa leikskóla

Fór svo að leikurinn endaði með sigri Selfoss 25:27.

Sel­fyss­ing­ar tylla sér á topp­inn eft­ir sig­ur­inn og eru með 7 stig, líkt og Val­ur og FH en ÍBV er í átt­unda sæti deild­ar­inn­ar með 3 stig eft­ir fyrstu fjór­ar um­ferðirn­ar.

chevron-right chevron-left

Mest lesið