Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja veitti í gær viðurkenningar fyrir snyrtilegustu eignir bæjarins, ásamt snyrtilegustu götunni og fyrir vel heppnaðar endurbætur. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður ráðsins afhendi viðurkenningarnar.

Snyrtilegasta fyrirtækið: Ísfélagið
Snyrtilegasti garðurinn: Stóragerði 10, Hannes Haraldsson og Magnea Guðrún Magnúsdóttir
Snyrtilegasta eignin: Búhamar 42, Sigurður Friðriksson og Lilja Ólafsdóttir
Vel heppnaðar endurbætur: Vestmannabraut 13b, Magnús Bragason og Adda Jóhanna Sigurðardóttir
Snyrtilegast gatan: Litlagerði