Á morgun föstudaginn 12. október kl. 17.15 – 18.00 verða sýndar tvær heimildarmyndir í Einarsstofu í Safnahúsinu um undirbúning og lagningu fyrstu vatnsleiðslunnar til Eyja í júlí 1968 og var myndin gerð af NKT framleiðenda vatnsleiðslanna til Eyja.  Myndin er nú komin með íslenskum texta og er 20 mín. Þá verður einnig sýnd mynd RÚV frá 1968 um vatnsleysið og vatnsbyltinguna í Eyjum 1968 undir stjórn Magnúsar Bjarnfreðsson þáv. fréttam.  og er hún 22 mín.  Þennan dag 12. október  fyrir 50 árum var vatni hleypt í fyrsta skipti á bæjarkerfið í Eyjum og skrúfaði Einar Guttormsson yfirlæknir á Sjúkrahúsi Vm.var( síðar Ráðhúsi Vm.)  frá krananum. Með þessum sýningum lýkur formlegri kynningu sem samanstóð af blaðaútgáfu, opnumálþingi og nú kvikmyndasýningu  á þeim gríðarlegu breytingum  sem vatnsbyltingin hafði á allt samfélagið  – fólk og fyrirtæki fyrir réttri hálfri öld .