Líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum.

Eyjamenn taka einnig þátt í deginum og er bleikur dagur í dag og á flestum stöðum skartar fólk einhverju bleiku í tilefni dagsins. Í verslunum bæjarins eru ýmis tilboð ásamt því að hluti af sölu dagsins rennur til Eyjarósar, krabbameinsfélagsins í Vestmannaeyjum. Opið er til kl: 22 í flestum verslunum, það er því kjörið tækifæri að fara og gera sér glaðan dag og styrkja gott málefni.