Eyjastúlkur sóttu heim Hauka í leik í fimmtu umferð Olís-deildar kvenna í kvöld.

Haukastúlkur byrjuðu leikin mun betur og náðu mjög fljótlega öruggu forskoti. ÍBV skoraði eingöngu sex mörk í fyrrihálfleik gegn sextán mörkum heimamanna.

Allt annað var að sjá til Eyjastúlkna í upphafi seinni hálfleiks og náði ÍBV að vinna muninn niður í fjögur mörk. Nær komust þær þó ekki og misstu Haukana frá sér aftur. Lokatölur 29-20 Haukum í vil.

Markahæst í liði ÍBV var Ester Óskarsdóttir með 6 mörk. Aðrir markaskorarar voru Arna Sif Páls­dótt­ir með 5, Karólína Bæhrenz Láru­dótt­ir 3, Greta Kavaliu­skaite 3, Sunna Jóns­dótt­ir 2, Sandra Dís Sig­urðardótt­ir 1 og Kristrún Ósk Hlyns­dótt­ir 1.

ÍBV situr í þriðja sæti með fimm stig eftir fimm umferðir. Næsti leikur er gegn Fram í Framhúsinu sunnudaginn 21. október næstkomandi kl. 15.00.