Gjafirnar gleðja svo sannarlega.

Jól í skókassa, verkefni KFUM og KFUK á Íslandi, sem hefur hlotið mikinn stuðning og notið mikillar velgengni undanfarin ár er aftur farið af stað. Verkefnið snýst um að setja litlar og einfaldar gjafir í skókassa sem síðan eru sendir til munaðarlausra og fátækra barna í Úkraínu. Síðasti skiladagur skókassa í Vestmannaeyjum er fimmtudagurinn 1. nóvember nk. Tekið er á móti kössum í Landakirkju sem og hjá Flytjanda niðri við Friðarhöfn, en Eimskip og Flytjandi eru á meðal styrktaraðila að verkefninu.

Mikilvægt er að fara vel eftir leiðbeiningum varðandi hvað má fara í kassana og hvernig ganga eigi frá þeim. Allar upplýsingar um slíkt ásamt prentefni til merkinga er að finna á heimasíðu verkefnisins www.skokassar.net

Stúlka á aldrinum 3-6 ára opnar sinn kassa.
Frá afhendingu gjafanna á síðasta ári.