Goðahraun. Skjáskot af Kortasjá Vestmannaeyjabæjar.

Þrjár umsóknir um byggingarleyfi í Goðahrauni voru meðal mála sem lágu fyrir á 292. fundi umhverfis- og skipulagsráðs síðast liðinn mánudag. En fyrir hafa þegar eru að rísa tvö hús við sama botlangan sem enn á þó eftir að klára.

Um er að ræða lóðirnar Goðahraun 6, 8 og 10 og eru umsóknirnar þrjár allar fyrir álíka hús. Hvert húsanna er 235 m2 einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílageymslu.
  „Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að innsend gögn verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.” Segir í fundargerðinni.

Þá er einnig sótt um byggingarleyfi fyrir 290 m2 einbýli á tveimur hæðum að Stóragerði 4, sólstófu við Áshamar 55 og sólhús við Fífilgötu 2. Valur Andersen fh. Geirfuglaskers ehf. sækir um raðhúsalóð nr. 5 í Kleifahrauni.

Fundargerðina alla má lesa hér.

Botlangi rís í Goðahrauni.