Sjó­manna­fé­lag Eyja­fjarðar og Sjó­manna­fé­lagið Jöt­unn hafa dregið sig út úr samn­ingaviðræðum við Sjó­manna­fé­lag Íslands, Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur og Sjó­manna­fé­lag Hafn­ar­fjarðar. Viðræðurn­ar höfðu verið í gangi um nokk­urt skeið. Þessu greindi mbl.is frá.

Þessi fimm af stærstu sjó­manna­fé­lög lands­ins voru í viðræðum um sam­ein­ingu í eitt stórt stétt­ar­fé­lag sjó­manna. Fram kem­ur á Face­book-síðu Sjó­manna­fé­lags Eyja­fjarðar að óhjá­kvæmi­legt hafi verið að bregðast við þeim ásök­un­um sem hafa verið sett­ar fram á hend­ur stjórn­enda Sjó­manna­fé­lags Íslands.

„Í frétt­um und­an­farna daga hafa komið fram mjög al­var­leg­ar ásak­an­ir á hend­ur stjórn­end­um Sjó­manna­fé­lags Íslands um óheiðarlega fram­komu og fals­an­ir á fund­ar­gerðar­bók sjó­manna­fé­lags­ins. Ásak­an­ir þess­ar hafa komið fram í tengsl­um við fyr­ir­hugað mót­fram­boð til stjórn­ar fé­lags­ins í tengsl­um við aðal­fund þess sem fram fer á milli jóla og ný­árs. Þess­ar ásak­an­ir telja stjórn­end­ur of­an­greindra fé­laga svo al­var­leg­ar að við því verði að bregðast,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu fé­lag­anna á Face­book.

Fram kem­ur að mat stjórn­enda fé­lag­anna sé að ekki verði farið lengra og því hafi verið ákveðið að draga sig út úr samn­ingaviðræðunum.