Sjómannasambandið á móti veiðigjöldum

Ég hef áður skrifað um skoðanir mínar á veiðigjöldum sem nú eru enn á ný í kastljósi umræðunnar eftir að sjávarútvegsráðherra lagði fram nýtt veiðigjaldafrumvarp á dögunum.  Samkvæmt þeim umsögnum sem þegar liggja fyrir hjá Atvinnuveganefnd á vef Alþingis má sjá ábendingar um þann vandrataða og þrönga stíg sem liggur á milli hagsmuna sjómanna og […]

Góður sigur eftir frábæran endasprett

ÍBV heimsótti Akureyri í 6. umferð Olís-deildar karla í dag í bráðskemmtilegum leik þar sem bæði lið þurftu virkilega á sigri að halda. Leikurinn var mjög kaflaskiptur í fyriri hálfleik. Eyjamenn byrjuðu betur en Akureyringar tóku þá við sér og komust yfir. Góður endasprettur ÍBV tryggði þeim svo 13:16 forystu þegar gengið var inn í […]

Fyrstar til að leggja meistara Fram

Eyjastúlkur sóttu heim ósigraða Íslandsmeistara Fram í Olísdeild-kvenna í dag í hörku viðureign. Það var ÍBV sem byrjaði leikinn betur og eftir tæpar tíu mínútur var staðan orðin 2-6 ÍBV í vil. Fram átti þá góðan kafla eftir að hafa tekið leikhlé og minnkaði muninn niður í tvö mörk. Illa gekk þó meisturunum að jafna […]

Ótrúlega skrýtin umræða um Herjólf ohf.

Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með umræðunni um málefni Herjólfs ohf. undanfarnar vikur. Umræðu sem einkennst hefur af upphrópunum og ályktunum sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Blásið hefur verið upp moldviðri trekk í trekk og maður spyr sig óneitalega hver tilgangurinn sé. Er virkilega til staðar í Eyjum einbeittur vilji til að […]

Velheppnaðir góðgerðartónleikar í Höllinni á föstudag

Á föstudagskvöldið fóru fram í Höllinni góðgerðartónleikarnir Samferða. Ágætis mæting var á tónleikana sem þóttu vel heppnaðir. „Virkilega vel heppnaðir góðgerðartónleikar, þar sem fjölbreytnin var í fyrirrúmi og einstaklega gaman að sjá t.d. hljómsveitina Merkúr, stíga sín fyrstu skref. Það sannaðist bersýnilega að Eyjamenn eiga mikið af hæfileikaríku tónlistar-og listafólki,” sagði Rútur Snorrason skippuleggjandi tónleikana í […]

Nokkur orð um fasteignaskatt

DCIM100MEDIADJI_0002.JPG

Síðan á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja hefur nokkur umræða skapast í bænum um fasteignaskatt eldri borgara. Bærinn hefur, allt frá árinu 2012, fellt skattinn niður fyrir íbúa 70 ára og eldri. Rökin fyrir þessu eru þau að eldri borgurum sé þannig skapaður hvati til að dvelja lengur í eigin húsnæði. Ekkert er nema gott um […]

Kötlugos fyrr og nú

Í dag, sunnudag verður boðið upp á áhugaverða dagskrá í Einarsstofu í Safnahúsinu. Þar munu Ármann Höskuldsson og Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingar ræða um afleiðingar Kötlugossins 1918 fyrir Vestmannaeyjar sem og hvers við megum vænta er Katla vaknar af sínum Þyrnirósarsvefni. Þá mun lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, Páley Borgþórsdóttir, fjallar um viðbragð almannavarna við eldgosi í Kötlu. Á sama tíma munum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.