Í dag, sunnudag verður boðið upp á áhugaverða dagskrá í Einarsstofu í Safnahúsinu. Þar munu Ármann Höskuldsson og Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingar ræða um afleiðingar Kötlugossins 1918 fyrir Vestmannaeyjar sem og hvers við megum vænta er Katla vaknar af sínum Þyrnirósarsvefni. Þá mun lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, Páley Borgþórsdóttir, fjallar um viðbragð almannavarna við eldgosi í Kötlu. Á sama tíma munum við opna sýningu á hinum þekktu ljósmyndum Kjartans Guðmundssonar af Kötlugosinu 1918 ásamt ljósmynd úr fórum Gísla J. Johnsen sem sýnir Kötlugosið séð frá Eyjum. Gunnar Júlíusson hefur unnið að hreinsun og lagfæringum á Kötlusafninu og verða þær sýndar sem stækkaðar ljósmyndir.