Hjónin Joyce Simard og Ladislav Volicer heimsóktu Hraunbúðir í vikunni. Joyce er félagsráðgjafi með sérhæfingu í öldrun og hefur hún á síðustu árum þróað meðferðaúrræði fyrir einstaklinga með heilabilun bæði á fyrri og seinni stigum.

Joyce er hugmyndasmiður Namaste stefnunnar og hefur hún tekið þátt í innleiðingu hennar á hjúkrunarheimilum víða um heim, meðal annars hér á Íslandi. Hugmyndafræði hennar felur í sér nálgun til að bæta lífsgæði einstaklinga. Með því er veitt persónumiðuð vellíðunarmeðferð þar sem unnið er með skynfæri einstaklinga og þeir örvaðir á ákveðinn hátt sem skilar sér í betri líðan, meiri ró og minni þörf á lyfjum. Joyce kom ásamt manninum sínum , Ladislav Volicer sem er öldrunarlæknir og hefur meðal annars þróað verkjamatskvarða fyrir einstaklinga með heilabilun ( PAINAD ). Hjónin héldu góðann fyrirlestur í veislusalnum Eldey fyrir starfsmenn sem annast einstaklinga með heilabilun ásamt því að kíkja á Hraunbúðir, en Namaste aðferðin er notuð þar fyrir fólk með heilabilun.