„Smávægileg bilun er um borð í Herjólfi og því er seinkunn á brottför frá Vestmannaeyjum og því verður einhver seinkunn á brottför frá Þorlákshöfn í hádegi, nánari upplýsingar sendar þegar skipið er lagt af stað frá Vestmannaeyjum.” segir í tilkynningu á Facebook síðu Herjólfs.

Viðhaldsdagur var hjá Herjólfi í gær þriðjudag og sigldi því skipið ekkert. Biðlistar eru í allar ferðir dagsins. Siglt verður til Þorlákshafnar í dag og a.m.k fyrri ferð á morgun, fimmtudag.

Ölduspá við Landeyjahöfn er hagstæð fyrir siglingar þangað seinni partinn á morgun og fram á laugardag.

Uppfært:
„Herjólfur er komin í lag. Seinkunn á brottför frá Þorlákshöfn í dag 24. október. Brottför frá Þorlákshöfn er 12:30 (var 11:45) farþegar mætið 12:00. Seinni ferð dagsins er á áætlun.
Brottför frá Vestmannaeyjum 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn 19:15.”