Á föstudaginn fundaði stjórn Herjólfs og þar boðaði stjórnarformaður Birnu Þórsdóttur kjörinn varamann í stjórn félagsins, sem nýjan stjórnarmann. En eins og áður hefur komið fram sagði Dóra Björk Gunnarsdóttir varaformaður stjórnar sig úr stjórn Herjólfs ohf. þann 10 október síðastliðinn.

Í fundargerð stjórnarinnar segir að í samræmi við ákvæði í hlutafélagalögum um kynjahlutföll í stjórnum opinberra hlutafélaga, boðaði stjórnarformaður Birnu Þórsdóttur kjörinn varamann í stjórn félagsins á fund stjórnarinnar á föstudaginn.

Lúðvík Bergvinsson stjórnarformaður lagði til á fundinum að Grímur Gíslason tæki við af Dóru Björk sem varaformaður stjórnar og var það samþykkt samhljóða.