Alþýðuhúsið hefur gengið í gegnum miklar endurbætur að undanförnu með nýjum eigendum. En það er athafnamaðurinn Páll Eyjólfsson ásamt fleirum sem keyptu húsið.

Þar hefur hann opnað vinalegan stað þar sem ætlunin er að bjóða upp á reglulega tónleika. Frá því að húsið opnaði nú í byrjun október hafa verið haldnir þar þrennir tónleikar. Nú síðast um helgina þar sem fram komu Magnús Þór Sigmundsson og Árstíðir.

Frá árinu 2016 hafa tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson og hljómsveitin Árstíðir hist reglulega í stofunni hjá Magnúsi í Hveragerði og unnið að útgáfu nýrrar breiðskífu. Platan inniheldur lög úr smiðju Magnúsar Þórs sem Árstíðir veittu aðstoð við að taka upp og útsetja en afurðin mun koma út á næstu vikum.

Á tónleikunum lék hópurinn nokkur lög af plötunni sem ber nafnið “Garðurinn Minn”.
Þá flutti Magnús Þór nokkur laga sinna sem og Árstíðir. Frábærir tónleikar í skemmtilegum sal sem er góð viðbót í menningarflóru okkar Eyjamanna.

Óskar Pétur var á staðnum og myndaði. Hér að ofan má líka sjá stutt myndskeið sem Sæþór Vídó tók.

SKL jól