Stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja fagnar því að Vestmannaeyjabær hafi tekið við rekstri Herjólfs. Með rekstur Herjólfs í höndum heimamanna er hagsmunum  bæjarbúa best borgið.

Samtökin lýsa yfir ánægju með nýja samgönguáætlun, sérstaklega fjölgun ferða og vonast til að hægt verði að opna fyrir bókanir fljótlega.

Stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja hefur trú á að það muni koma í hlut ferðaþjónustunnar að skapa ný störf í Vestmannaeyjum og vonast eftir góðu samstarfi við stjórn Herjólfs ohf. hér eftir sem hingað til. Framundan eru bjartir tímar og fjöldi tækifæra. Mikilvægt að okkur beri gæfa til að vinna saman með jákvæðni að þeirri uppbyggingu sem hafin er.