Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkti á fundi sínum í gær, 31. október, að veita Thelmu Gunnarsdóttur og Árnýju Ingvarsdóttur 300.000 kr. fjárstyrk. Styrkurinn er vegna útgáfu á nýrri meðferðarbók fyrir börn og unglinga sem tekur á kvíða hjá eldri börnum, á aldrinum 9 til 13 ára.

„Markmið bókarinnar er að hjálpa börnum að takast á við alvarlegan kvíða. Bókin er mikilvægt hjálpartæki fyrir börn og unglinga og nýtist vel fagaðilum sem starfa með börnum t.d. í skóla, félagsþjónustu og heilbrigðiskerfinu,” segir í erindinu sem lá fyrir fundi ráðsins.

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir að veita 300.000 kr styrk til verkefnisins gegn því að fá kynningu á efninu fyrir foreldra og/eða fagaðila og eintök af bókinni.

Önnur mál sem tekin voru fyrir á fundinum voru meðal annars staða æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa og bakvaktir vegna barnaverndar.

Fundagerð ráðsins má lesa í heild sinn hér.