Agnar Smári og Róbert Aron fóru illa með gömlu félagana

Valsmenn með þá Agnar Smára Jónsson og Róbert Aron Hostert heimsóttu Eyjarnar í kvöld í leik í Olís-deild karla. Það er greinilegt að þeim líður vel í Eyjum því þeir skoruð samtals 16 mörk í kvöld. Jafnræði var með liðunum í upphafi fyrri hálfleiks en þegar á leið voru Valsmenn heldur sterkari aðilinn. Staðan í […]

Hvar er Ríkið?

Stígamót var í vikunni með söfnunarþátt í sjónvarpinu til þess að fá fjármagn í að fræða ungmenni okkar um kynlíf, heilbrigð samskipti í samböndum, kenna ungu fólki að finna sín mörk, fræðast um klámvæðingu sem mikil þörf er á inní skólana þar sem klámvæðingin virðist vera að hafa hræðileg áhrif er varðar kynferðisofbeldi. Hvar er […]

Strákarnir fá Valsmenn í heimsókn í dag

Í dag kl. 18.00 fer fram leikur ÍBV og Vals í Olísdeild karla í Vestmannaeyjum. Eins og alltaf þegar þessi lið mætast má búast við spennandi og skemmtilegum handboltaleik. Valur er með einu stigi ofar en ÍBV í deildinni eins og staðan er í dag, þannig að með sigri kæmist ÍBV upp fyrir þá í töflunni. […]

VM skammað í úrskurði úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna

VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna, er skammað í úrskurði úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í máli þriggja útgerða gegn Ísfélagi Vestmannaeyja. Telur úrskurðarnefndin að með beinum afskiptum af samningagerð áhafnar og útgerðar hafi VM raskað því fyrirkomulagi sem eigi að vinna eftir í málum sem þessum. Í ágúst síðastliðnum fór fram atkvæðagreiðsla meðal skipverja Heimaeyjar […]

Vel mætt í Sagnheima í gær

Lokahnykkurinn á Safnahelginni fór fram í Sagnheimum í gær, sunnudag. Þar kynnti Halldór Svavarsson kynna nýútkomna bók sína Grænlandsför Gottu í Pálsstofu. Grænlandsför Gottu er nýútkomin bók um efni sem mörgum Vestmannaeyingum hefur verið hugleikið. Árið 1929 fór mótorbáturinn Gotta VE108 í mikla ævintýaraför til Grænlands í þeim tilgangi að fanga þar sauðnaut sem margir álitu […]

Forstjórinn HSU kemst ekki vegna anna

Á fundi bæjarráðs þann 17. október var bæjarstjóra falið að boða forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á fund bæjarráðs vegna stöðu heilbrigiðsþjónustu í Vestmannaeyjum. Forstjórinn sá sér hvorki fært að sækja fund ráðsins, né eiga símtal um stöðu mála sökum anna. Ekki er búið að ákveða fundartíma. Hins vegar er búið að tímasetja fund í nóvember með […]

Goslokanefnd hefur verið skipuð

Skipan goslokanefndar fyrir árið 2019 var tekið fyrir á síðasta bæjarráðsfundi. Bæjarráð hefur ákveðið að skipa þær Drífu Þöll Arnardóttur, Kristínu Jóhannsdóttur, Sigurhönnu Friðþórsdóttur og Tinnu Tómasdóttur í umrædda nefnd. Með nefndinni munu starfa þeir Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Jóhann Jónsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvarinnar. Nefndin mun starfa í samráði við starfshóp sem skipaður var […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.