Valsmenn með þá Agnar Smára Jónsson og Róbert Aron Hostert heimsóttu Eyjarnar í kvöld í leik í Olís-deild karla. Það er greinilegt að þeim líður vel í Eyjum því þeir skoruð samtals 16 mörk í kvöld.

Jafnræði var með liðunum í upphafi fyrri hálfleiks en þegar á leið voru Valsmenn heldur sterkari aðilinn. Staðan í hálfleik 14-16.

Valsmenn byrjuðu síðari hálfleikinn betur og voru komnir með sjö marka forskot um miðbik leikhlutans, 18-25. Tók þá við góður kafli hjá Eyjamönnum þar sem þér komu muninum niður í tvö mörk, 26-28. Tvær mínútur eftir og Valsmenn tveimur mönnum færri.

Nær komust Eyjamenn þó ekki og urðu lokatölurnar 28-30, Valsmönnum í vil.

Kári Kristján Kristjánsson og Theodór Sigurbjörnsson voru markahæstir í liði ÍBV með 5 mörk hvor. Aðri markaskorarar voru Hákon Daði Styrmisson – 4, Kristján Örn Kristjánsson – 3, Dagur Arnarsson – 3, Róbert Sigurðarson – 3, Sigurbergur Sveinsson – 2, Grétar Þór Eyþórsson – 1, Elliði Snær Viðarsson – 1 og Fannar Þór Friðgeirsson – 1.
Kolbeinn Aron Ingibjargarson varði 10 skot í marki Eyjamanna og Björn Viðar Björnsson 1.