Á fundi bæjarráðs þann 17. október var bæjarstjóra falið að boða forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á fund bæjarráðs vegna stöðu heilbrigiðsþjónustu í Vestmannaeyjum. Forstjórinn sá sér hvorki fært að sækja fund ráðsins, né eiga símtal um stöðu mála sökum anna. Ekki er búið að ákveða fundartíma. Hins vegar er búið að tímasetja fund í nóvember með heilbrigiðsráðherra vegna sömu mála.

Í bókun segir að bæjarráð ítreki mikilvægi þess að forstjóri Heilbrgiðisstofnunar Suðurlands verði við beiðni ráðsins um fund vegna stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum. Það skiptir máli að sá fundur verði haldinn sem fyrst og á meðan vinna við gerð fjárlaga er enn í gangi.