Í ágústbyrjun auglýsti Krónan eftir samfélagsverkefnum frá Vestmannaeyjum til að styrkja. En einu sinni á á ári styrkir Krónan verkefni sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu samfélagsins í nærsamfélögum Krónunnar.

Nú hefur verið valið úr innsendum umsóknum og tilkynnt hverjir hljóta styrk. Að þessu sinni koma tveir styrkir til Vestmannaeyja. Eru það annarsvegar Bókasafn Vestmanneyja fyrir heimsóknir barnabókahöfunda til Vestmannaeyja. Og hins vegar ÍBV fyrir Akademíu barna- og unglinga.

Hér má sjá aðra styrktarþega. Frábært framlag til samfélagsins hjá Krónunni.