Það var margt um manninn í Höllinni er Kótilettuklúbbur Vestmannaeyja hét sitt árlega kótilettukvöld. Þar hittist hópur fólks saman og borðar kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi og lætur gott af sér leiða um leið. Um 160 manns mættu í síðustu viku og er það Krabbavörn í Vestmannaeyjum sem nýtur ágóðans.

Pétur Steingrímsson og Gunnar Heiðar Gunnarsson hafa séð um þetta flotta framtak og fóru þeir í dag og afhentu Siggu Stínu, formann Krabbavarnar í Vestmannaeyjum, 462.000kr-, sem var ágóðinn af Kótilettukvöldinu eftir kostnað.