Fyrsta formlega vetraræfing slökkviliðsins var um síðustu helgi og var tækifærið notað til þess að prófa nýja körfubílinn.
„Æfingin gekk vel og menn læra eitthvað nýtt í hvert skipti sem bíllinn er notaður en á æfingunni var meðal annars farið yfir fjarlægðir og staðsetningar og hvar best er að staðsetja svona stórt tæki á vettvangi svo að það nýtist sem best.
Eitt er það þó sem alltaf kemur betur og betur í ljós með hverri æfingunni, en það er hversu gríðarlega mikil bylting það er á öllu okkar slökkvi- og björgunarstarfi að vera loksins komnir með svona öflugan búnað í okkar flota,“ segir á facebook síðu slökkviliðsins.