Vel heppnað konukvöld í Geisla

Hið árlega konukvöld Geisla var haldið í gærkvöldi í tíunda sinn. Fullt var út að dyrum og mikið um að vera.
Það voru glæsilegar konur sem sýndu falleg föt fyrir Axel Ó og Smart. Einsi Kaldi var með smakk og heildverslun Karls Kristmannssonar bauð einnig uppá smakk.
Hótel Vestmannaeyjar, Heilsu Eyjan, snyrtistofan Mandala og Ozio kynntu starfsemi sína og voru með vörur til sölu. Geisli var með tilboð og glæsilegt happadrætti. Kynnir kvöldsins var Hafdís Snorradóttir og það var svo okkar maður Sæþór Vídó sem tók nokkur lög við góðar undirtektir.

Húsasmiðjan – almenn auglýsing
Alþýðuhúsið – KK

Mest lesið