Jón Þór Hauksson nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu valdi Sigríði Láru Garðarsdóttur í æfingahóp sem kemur saman um helgina í Reykjavík.  Þetta er fyrsti hópurinn sem Jón Þór velur og verður spennandi að sjá hvort Sísí Lára fái ekki fleiri tækifæri með A-landsliðinu.

Þá hefur Jörundur Áki Sveinsson valið æfingahóp sinn fyrir U-17 ára landsliðið og þar er Clara Sigurðardóttir á sínum stað en Clara hefur verið fastamaður í byrjunarliðinu undanfarið.