Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri hafði framsögu um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2019 og gerði grein fyrir helsu rekstrarliðum í áætluninni í gær þegar bæjarstjórn fundaði.
Við umræðu um fjárhagsáætlun 2019 tóku einnig til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Trausti Hjaltason, Elís Jónsson, Njáll Ragnarsson.

Á fundinum bar Elís Jónsson forseti bæjarsjórnar bar upp lykiltölur í fjárhagsáætlun ársins 2019:
Fjárhagsáæltun sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2019:
Tekjur alls: 3.910.174.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði: 3.757.322.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 262.949.000
Veltufé frá rekstri: 731.811.000
Afborganir langtímalána: 25.177.000
Handbært fé í árslok: 1.338.614.000

Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2019: 
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður: 58.672.000
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður: 5.257.000
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða: 5.309.000
Rekstrarniðurstaða Vatnsveitu: 0
Rekstrarniðurstaða Hraunbúða: 0
Rekstrarniðurstaða Vestm.f. Herjólfs ohf.,hagnaður: 64.607.000
Veltufé frá rekstri: 256.491.000
Afborganir langrímalána: 30.179.000

Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2019:
Tekjur alls: 5.977.102.000
Gjöld alls: 5.677.489.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 396.794.000
Veltufé frá rekstri: 988.302.000
Afborganir langtímalána: 55.356.000
Handbært fé í árslok: 1.338.614.000

Bókun frá fulltrúum D-lista: Mikil óvissa ríkir um þjóðarbúskapinn fyrir árið 2019. Hagstofan hefur nýlega uppfært verðbólguspá sína úr 2,9% í 3,6% í takt við spár greiningardeilda bankanna, kjarasamningar eru lausir og Seðlabanki Íslands var að hækka stýrivexti. Í ofanálag er óvissa um loðnuvertíð og makrílveiðar næsta árs sem getur haft gríðarleg áhrif á tekjur sveitarsjóðs. Í ljósi ofangreinds er mikilvægt að stigið sé varlega til jarðar í útgjaldaaukningu og bæjaryfirvöld gæti hófs í því að sækja enn dýpra í vasa skattgreiðenda í sveitarfélaginu. Styrkur bæjarsjóðs liggur fyrst og fremst í fjárfestingargetu og einskiptisaðgerðum frekar en útgjaldaaukningu í rekstri.

Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum leggur til að tekið verið tillit til eftirfarandi breytinga á fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. 

1.Tillaga um lækkun fasteignaskatts: 
Í ljósi þess að fasteignamat íbúðarhúsnæðis er að hækka mikið næstu ár þá leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að fasteignamatsstuðull íbúðarhúsnæðis lækki úr 0.35% í 0,32%. Með þessari aðgerð væri bæjarstjórn að bregðast við sífellt hækkandi fasteignamati og koma þannig til móts við heimilin sem munu annars glíma við hærri skattheimtu a.m.k. næstu tvö árin ef fram fer sem horfir.

2. Tillaga um niðurfellingu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði hjá ellilífeyrisþegum 70 ára og eldri: 
Sjálfstæðisflokkurinn leggur til áfram verði felldur niður fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði hjá ellilífeyrisþegum 70 ára og eldri líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Niðurfellingin nær til alls fasteignaskatts en sem fyrr verða áfram greidd þjónustugjöld af eignunum. Ekki verður þörf á að sækja um niðurfellinguna heldur kemur hún sjálfvirkt inn við álagningu.
Í samræmi við vilja hagsmunasamtaka eldri borgara fer Vestmannaeyjabær ofangreinda leið með það að markmiði að auðvelda eldri borgurum að búa sem lengst í eigin húsnæði. Þá er með þessu einnig reynt að mæta að hluta þeirri tekjuskerðingu sem eldri borgarar verða fyrir við starfslok. Það er mat Sjálfstæðisflokksins að í þessu sé bæði falin mannvirðing og aukið valfrelsi í húsnæðismálum auk ákveðinnar hagræðingar þar sem aðgerðin dregur úr þörf fyrir önnur mjög kostnaðarfrek húsnæðisúrræði.

3. Tillaga um að gert verði ráð fyrir fjármagni til að undirbúa stækkun Hamarsskóla 
Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að gert verði ráð fyrir fjármagni til að kanna og undirbúa mögulega stækkun húsnæðis Hamarsskóla með það í huga að færa lengda viðveru eftir skóla (Frístundaver) og tónlistarnám (Tónlistarskóla Vestmannaeyja) auk salar, eldhúss og matsalar inn í skólann. Upprunaleg grunnmynd af Hamarsskóla gerir ráð fyrir slíkri stækkun í austur af núverandi húsnæði. Umræddar hugmyndir munu hafa ákveðna hagræðingu í för með sér auk þess sem þær samræmast hugmyndum sveitarfélagsins um samræmda þjónustu við börn.

4. Tillaga um breyttan viðmiðunaraldur frístundastyrksins 
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að viðmiðunaraldri frístundastyrksþega verði breytt og hann verði veittur fram að 18 ára aldri. Brottfall úr íþróttum og líkur á áhættu- og frávikshegðun aukast verulega á seinni stigum skólagöngu. Sveitarfélagið ætti að styðja sérstaklega við ungmenni á viðkvæmum aldri og hvetja þau til skipulagðs tómstunda- og æskulýðsstarfs sem hefur mikið og ótvírætt forvarnargildi.

Bókun frá bæjarfulltrúum E- og H-lista: Eins og fram kom í framsögu bæjarstjóra um fjárhagsáætlun leggja fulltrúar E og H lista til að fasteignaskatts prósenta íbúðarhúsnæði a liðar verði lækkuð úr 0,35 í 0,33 til að mæta þeim hækkunum sem orðið hafa á fasteignamati íbúðarhúsnæðis milli 2018 og 2019. Þetta er gert til að fasteignaskattur bæjarbúa hækki ekki á milli ára heldur greiði þeir það sama og þeir gerðu 2018. Hægt hefði verið að fara eins að á milli áranna 2017 og 2018. Þá hefði lika þurft að lækka prósentuna í 0.33 til að halda sömu álögum á bæjarbúa á milli ára. Það var ekki gert og álögurnar þannig auknar, en nú verður komið í veg fyrir að það gerist aftur. Lagt er til að þessar breytingar á forsendum verði settar inn í fjárhagsáætlun við áframhaldandi vinnu við hana á milli umræðna.
Fulltrúar E og H lista leggja einnig að til að við áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar verði gert ráð fyrir fjármagni til þarfagreiningar á húsnæðismálum Grunnskóla Vestmannaeyja (Hamarsskóla) Frístundavers og Tónslistarskóla Vestmannaeyja með það í huga að koma allri þessari starfsemi undir sama þak. Enda var það á sefnuskrá allra framboða nú í vor að huga að þessum málum. Einnig kom fram að skoða að aldurviðmið frístundastyrks verði hækkuð í 18 ára aldur. Taka því fulltrúar E- og H- lista jákvætt í þær sömu tillögu hjá fulltrúm D-lista.

Fjárhagsáætlun 2019 vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn
Samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2019 til síðari umræðu í bæjarstjórn. Hildur Sólveig gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna jákvæðni meirihlutans gagnvart lækkun fasteignaskatts, skoðun viðbyggingar við Hamarsskóla og hækkun viðmiðunaraldurs frístundastyrks líkt og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til.“