Mig minnir að það hafi verið í febrúar 2014, sem fulltrúi uppstillingarnefndar Eyjalistans leitaði fyrst til mín um að koma á lista fyrir kosningarnar það vor. Ég var svolítið efins framan af en ákvað síðan að slá til og taka 6. sæti listans. Um svipað leyti var leitað til Sonju Andrésdóttur og tók hún 7. sæti listans, en við 2 vorum þau einu sem voru óháð og utan flokka í framboðinu hjá Eyjalistanum það árið.

Ég hef nú fjallað áður um kosningaúrslitin og allt það, en það sem mestu skiptir er að rúmu ári eftir kosningarnar höfðu 3 í 4 efstu sætunum flutt frá Eyjum og ég því skyndilega kominn í 3. sætið og Sonja í 4., sem aftur þýddi það að við vorum bæði orðin varabæjarfulltrúar og komin í nefndir á vegum bæjarins.

Ég ætla að fjalla betur um störfin í nefndunum í seinni hluta uppgjörsins, en færa mig þess í stað fram til desember 2017.

Það gekk mikið á í desember, en m.a. kláraðist þá loksins mál sem ég hafði lagt fram í umhverfis og skipulagsráði og hægt er að lesa bókun mína og meirihlutans í fundargerðum frá þeim tíma undir heitinu, afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Þetta mál hafði verið ótrúlega erfitt og tekið ótrúlega mikinn tíma hjá mér, en þar sem leiðtogi Eyjalistans hvatti mig áfram með þetta mál og fylgdist með því allan tímann, þá kom ekki annað til greina annað en að klára þetta, en þessi bókun sem ég lagði fram þarna er í raun og veru ekki bókun, heldur fyrst og fremst yfirlit yfir aðdragandann að þessu máli, en ég hafði marg sinnis leitað eftir áliti m.a. hjá Guðjóni Bragasyni hjá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga, sem m.a. hafði lofað mér því í ágúst mánuði að ég fengi greinargerð sem ég gæti notað til að klára þetta mál, en tilkynnti mér svo aftur í lok okt, að hann hefði ekki tíma til að sinna þessu máli, en að ég mætti nota alla þá punkta sem hann og aðrir hjá sambandinu höfðu sent mér.

Ég setti því fram saman þessa löngu bókun með 3 tilvísanir í efni frá þeim, sendi þetta síðan á Guðjón sem samþykkti þessa útgáfu mína en benti mér á að hún væri að sjálfsögðu allt of löng og því sennilega hafnað af formanni ráðsins. Bókunina lagði ég fram í nóv. Meirihlutinn óskaði að fá að fresta afgreiðslu málsinns fram í des, sem ég samþykkti.

Í millitíðinni bjó ég reyndar til mun styttri útgáfu, en ég hafði allan tímann á tilfinningunni að þetta færi óbreytt í gegng það gekk eftir.

Málið fór því til bæjarstjórnar, en 3 dögum fyrir bæjarstjórnarfundinn kom ég heim og þá lágu 8 mailar í inboxinu mínu frá Guðjóni Bragasyni og við alla stóð þetta:

Að beiðni bæjarstjórans í Vestmannaeyjum, þá sendi ég honum hér með afrit af öllum okkar samskiptum.

Ég var að sjálfsögðu alveg gapandi hissa yfir þessu, enda marg spurt að því hvort að það væri ekki trúnaður yfir öllu því sem ég var að spyrja hann út í, sem að sumt tengist ekkert þessu máli t.d.

Ég ræddi þetta strax um kvöldið við forystumenn Eyjalistans, en þetta var nú aðili sem leiðtogi Eyjalistans hafði mælt sérstaklega með að ég ræddi við í svona málum, enda væri þeir samflokks menn (kannski hefði það nú átt að vara mig við).

Daginn eftir náði ég hins vegar í Guðjón, sem var hinn aumasti, baðst innilegrar afsökunar og sendi mér síðan, að minni ósk, skriflega afsökunarbeiðni sem og afrit af ósk bæjarstjórans um afrit að öllum okkar samskiptum. Ég er með afrit af þessu öllu, en ætla aðeins að hinkra með að birta það, en mér fannst augljóst að með þessu væri enn mikilvægara að bæjarfulltrúar Eyjalistans tækju undir bókunina, eða amk. þær tilvitnanir sem voru í bókuninni. Leiðtogi Eyjalistans tilkynnti mér um kvöldið fyrir fundinn að hann ætlaði að reyna að fá hinn bæjarfulltrúann til að sleppa fundinum til þess að ég gæti komið inn og klárað málið, sem ég var að sjálfsögðu til í, en það vildi bæjarfulltrúinn ekki og eftir yfirlestur á bókuninni, þá tilkynnti þessi bæjarfulltrúi að hann myndi ekki styðja við eða taka undir bókunina. Ég sagði bara við leiðtogann að hann væri nú búinn að vera inni í málinu allan tímann og því ætlaðist ég til þess að hann styddi við bókunina, en eins og mig var farið að gruna, þá gerði hann það ekki efnislega.

Um kvöldið hringdi hann svo í mig og sagði mér ástæðuna fyrir því að hann gerði það ekki, af tillitssemi við þennan aðila þá ætla ég ekki að hafa það eftir hér, en ég gerði það hins vegar á lokuðum fundi Eyjalistans í byrjun jan. og þá sagðist hann ekki muna eftir þessu.

Ég var því frekar dapur í vikunni fyrir jólin, en það var mikið að gera og m.a. var að koma út jóla og áramótablað Eyjalistans, en í þetta blað hafði ég lagt gríðarlega vinnu m.a. safnað um 90% af öllum styrktarlínum í blaðið, sem mér finnst eiginlega hálf fáránlegt í dag vegna þess, að ég hef heyrt í sumum sem gáfu línu að þeir ætli ekki að borga, vegna þess að forsvarsmenn Eyjalistans eru ennþá að draga það að sækja um kennitölu fyrir Eyjalistan og það þýðir að sjálfsögðu ekkert að rukka um styrktarlínur með kennitölu Vestmannaeyjalistans.

Einnig fékk ég lánaðar myndir í blaðið frá nánum ættingjum úr austurbænum frá því fyrir gos. Einnig skrifaði ég fína grein í blaðið þar sem ég fjallaði um afgreiðslu ráðsins á Vestmannabraut 61 og 63b, en þar m.a. gerði ég nokkuð sem ég hef aldrei séð nokkurn nefndarmann í Vestmannaeyjum gera, þar biðst ég afsökunar á mínum hlut í þessu máli, en fjölmargir íbúar á svæðinu höfðu samband við mig til þess að þakka fyrir þessa grein.

Ég komst ekki til þess að taka á móti blaðinu fyrir dreifingu og það var ekki fyrr en daginn eftir að maður spurði mig að því, hvort ég væri búinn að lesa grein leiðtoga Eyjalistans?

Svo var ekki, en ég fór yfir greinina um kvöldið og ég verð að viðurkenn alveg eins og er, að ég var stór hneykslaður. Af tillitssemi við leiðtogann ætla ég ekki að fara út í þetta nánar, en við lestur á þessari grein var blaðið fyrir mér nánast ónýtt og öll vinnan sem að baki því lá.

Í þessari sömu viku hafði ég fengið fyrirspurn frá eyjar.net um hvað ég ætlaði að gera varðandi kosningarnar í vor og það var eiginlega ekki hægt að svara því á annan hátt en ég gerði, sem var einhvern veginn þannig, að ég væri mjög ósáttur við bæjarfulltrúana og ég teldi gríðarlega mikilvægt fyrir Eyjalistan að fá nýtt fólk til þess að leiða framboðið, og eftir smá umhugsun bætti ég við:

Ég hef það á tilfinningunni að ég verði ekki í framboði í vor, en marg sinnis á síðasta ári í samtölum við marga úr forystuliði Eyjalistans höfði bæði ég og Sonja tilkynnt það, að við værum tilbúin að halda áfram.

Forystumaður Eyjalistans var ekki mjög hrifinn af þessari yfirlýsingu minni og boðað var til, í framhaldinu, til uppgjörsfundar í byrjun jan. 2018. Það var mjög margt sem var farið yfir á þessum fundi, en að mínu mati var gríðarlega mikilvægt að moka svolítið hressilega út á þessum tímapunkti, en án þess að ég fari neitt nánar út í það sem fór fram á þessum fundi, þá var það mín niðurstaða að honum loknum að yfirlýsing mín hefði svo sannarlega verið réttlætanleg, en auðvitað voru sumir ekki hressir með það að vera að senda svona út opinberlega, en það kom alveg skýrt fram á fundinum að mjög margir þarna höfðu rætt þessar skoðanir mínar við mig, án þess að ég fari neitt nánar út í það.

Um miðjan jan. var sett saman 5 manna uppstillingarnefnd. Það var strax augljóst að í nefndinni voru 2 Samfylkingar manneskjur. Ég fékk rosalega sterkt hugboð við að sjá þetta og það sterkt að ég varaði Sonju við því, að það kæmi mér ekkert á óvart þó annar þessi aðili yrði hugsanlega til þess að reynt yrði að ýta henni neðar á listann í vor.

Í lok jan. var síðan haldinn fundur þar sem uppstillingarnefnd boðaði okkur 3 af 4 efstu sem ætluðu að halda áfram og í raun og veru sögðum við öll það sama, að við vildum fá að sjá hvernig listinn liti út, en það lá alveg skýrt fyrir, eins og fram hafði komið áður, að við Sonja vildum vera í 3. og 4. sæti, en það var í fyrsta skipti á þessum fundi sem leiðtogi Eyjalistans loksins tilkynnti það að hann vildi halda áfram og kannski gott miðað við það sem á undan hafði gengið, lýsti hann einnig yfir að hann liti ekki á sig sem leiðtogaefni.

Nokkrum dögum eftir þetta heyrði ég í fyrsta skipti í Njáli Ragnarsyni og fékk staðfest hjá fulltrúa Samfylkingar í uppstillingarnefnd, að Njáll væri heitur fyrir því að koma í framboð. Mér fannst strax augljóst að þarna væri kominn leiðtogaefni fyrir Eyjalistan, ég tek það fram að ég þekki Njál aðeins og hef bara nokkuð gott álit á honum. Mér fannst hins vegar augljóst að með komu Njáls þá yrðu 4 efstu sætin sennilega karl, kona, karl, kona.

Ég lagðist í flensu þarna í byrjun febr. og notaði þann tíma mjög vel, fór m.a. vel yfir þær forsendur sem ég gaf mér fyrir því að fara í framboð 2014, en þær voru allar brostnar.

Ég velti því líka fyrir mér, að ef sú staða kæmi upp, sem ekki væri ólíklegt, að fyrrum leiðtogi Eyjalistans með sinn flokk, allavega að nafninu til á bak við sig, færi fram á að fá 3. sætið, hvort ég gæti hugsanlega sætt mig við það að fara neðar á listann og þurfa svo hugsanlega að treysta á þennan aðila í erfiðum málum. Svarið var augljóst. Þetta væri ég ekki tilbúinn í.

Ég ákvað hins vegar að kanna málið svolítið, bæði skoðaði bókanir á kjörtímabilinu og fann merkilegt nokkuð, enga bókun í neinu ráði frá hvorugum bæjarfulltrúunum. Ég hringdi því 2 kvöld í röð í leiðtoga Eyjalistans og spurði hann út í það, afhverju hann hefði ekki tekið upp og fylgt eftir málum sem ég hafði bókað um í þeirri nefnd sem hann núna sat í. Svörin voru þannig að enn og aftur ætla ég ekki að fara nánar út í þetta af tillitssemi við þennan aðila og bara svo það sé alveg á hreinu, mér er ekkert illa við þennan aðila, okkur gekk oft ágætlega að vinna saman, en það hafði einfaldlega komið allt of oft fyrir að málum sem ég hafði tekið upp var ekki fylgt eftir af bæjarfulltrúum, en bara svo það sé alveg á hreinu, þá lagði ég aldrei fram neina bókun öðruvísi en að ræða hana fyrst við leiðtoga Eyjalistans.

Eftir þessi samtöl við leiðtoga Eyjalistans, þá var í raun komin niðurstaða hjá mér svo ég hafði samband við fulltrúa Samfylkingar í uppstillingarnefnd og tilkynnti það, hvað hefði farið okkar á milli og um leið þá niðurstöðu mína að miðað við þessar forsendur, þá treysti ég mér ekki til þess að halda áfram.

Ég heyrði strax að þessari manneskju létti við að heyra þetta frá mér, greinilega búin að vera einhver átök þarna og ég var beðinn um að bíða með að tilkynna þetta, en það var svo um mánuði síðar sem að upp komu aðstæður sem ég hafði í raun og veru beðið eftir, en í byrjun mars var auglýstur hádegisfundur í ráðinu á þriðjudegi. 2 dögum áður fór ég inn á síðu Eyjalistans á fb og skrifaði þar ágæta grein, sem ég held að hafi bara verið nokkuð góð og jákvæð, en þar tilkynnti ég það að ég hefði ákveðið að gefa ekki kost á mér. Hugsunin á bak við það var að mínu viti nokkuð augljós, ég tilkynnti að ég myndi segja af mér á fundinum á þriðjudeginum og gaf þannig forystumönnum Eyjalistans 2 daga ef þeir vildu eitthvað ræða við mig, sem ég bjóst reyndar ekki við, sem var rétt mat hjá mér, en eitt passaði ég alveg sérstaklega upp á í þessari grein, vegna þess að ég veit hvernig sumir þarna hugsa, en ég tók það alveg skýrt fram, vegna þess hversu margar kjaftasögur væru um önnur framboð, að ég væri EKKI að fara í neitt annað framboð og að ég myndi að sjálfsögðu styðja Eyjalistan áfram.

Annað sem ég hugsaði líka í sambandi við þessa úrsögn mína er, að með þessu gæti ég hugsanlega aukið líkurnar á að Sonja, sem fulltrúi óháðra, héldi sætinu sínu.

Viðbrögðin við þessari grein ollu mér hins vegar gríðarlegum vonbrigðum, en strax á þriðjudagskvöldinu hringdi fulltrúi Samfylkingar í stjórn Eyjalistans í mig. Í fyrstu bara til þess að minna mig á að ég yrði líka að segja af mér skriflega sem vara bæjarfulltrúi, en fór síðan að spyrja mig út í hinar og þessar kjaftasögur um hugsanleg framboð. Ég hreinlega kveikti ekki á því strax að hann væri að fiska eftir því, hvort ég væri kominn í annað framboð.

En þetta var ekki allt. Nokkrum dögum síðar heyrði ég í fulltrúa Samfylkingar í uppstillingarnefnd. Sama manneskja og ég hafði aðeins liðlega mánuði áður tilkynnt það, að ég ætlaði að hætta og hvers vegna og fyrsta setningin var þessi: Hvernig gengur hjá ykkur Elís, hvenær fáum við að sjá listann ykkar?

Það var alveg sama hvað ég sagði, mér var einfaldlega ekki trúað, en ég hef nú oftast verið skammaður fyrir það að segja bara hlutina eins og þeir eru og stundum þótt full hreinskilinn, ef eitthvað er. Enda það eina sem maður á skuldlaust, að vera heiðarlegur.

Ég var ansi hugsi yfir þessu öllu, en hélt samt áfram að ég myndi að sjálfsögðu áfram styðja Eyjalistan, enda áttum við óháð fulltrúa þarna í 4. sæti, en 2 vikum áður en Eyjalistinn birti listann sinn, var Sonja boðuð á fund og henni tilkynnt að hún gæti ekki fengið 4. sætið, en hún gæti fengið næsta sæti fyrir neðan.

Við höfðum rætt þetta saman, þannig að hún var undirbúin fyrir þetta og hún tilkynnti strax að hún myndi ekki taka sæti á þessum lista. Hún ætlaði reyndar að klára kjörtímabilið, en svo væri hún hætt.

Daginn sem Eyjalistinn birti listann sinn hafði Sonja samband við mig, ég hafði ekki séð listann, en það hafði ræst spá mín frá því í jan. að manneskja sem hafði boðið sig fram í uppstillingarnefnd hafði tekið þátt í því að ýta Sonju út til að koma sjálfri sér að. Fyrir okkur Sonju er þetta bara spilling og ekkert annað.

Sonja vildi skrifa einhverja grein á þessum tímapunkti og hrauna yfir Eyjalistan, en ég bað hana um að gera það ekki, bæði að það væri ekki okkar sem værum að hætta að reyna að hafa einhver áhrif þarna, en líka vegna þess að ég hafði óskað eftir því, að fengið yrði nýtt fólk til þess að leiða listann og það voru komnar 2 ungar manneskjur í 2 efstu sætin sem enga aðkomu höfðu haft að því sem á undan hafði gengið.

Niðurstaða okkar Sonju úr þessu samtali var sú að við tókum þá sameiginlega ákvörðun, að við myndum ekki styðja Eyjalistann í verki og myndum heldur ekki kjósa hann og síðar á árinu myndi ég síðan gera þetta upp, eins og ég er að gera nú.

Í samræmi við annað sem ég hef gert, þá lét ég forystumenn Eyjalistans vita af þessari ákvörðun okkar, samt var reynt að fá okkur á fundi fyrir kosningarnar, sumir kunna bara ekki að skammast sín.

Varðandi kosningarbaráttuna og úrslitin, þá var í raun og veru ekkert sem kom mér á óvart. Gagnrýni Eyjalistans á H-listan þótti mér dapurleg, en hrun Eyjalistans var alltaf í spilunum. Gagnrýni Eyjalista fólks er kannski svolítið sérstök líka, þegar haft er í huga að um mánaðarmótin nóv-des 17, þá gengu forystumenn Eyjalistans töluvert á eftir Elísi Jónssyni til þess að fá hann til liðs við Eyjalistan, og þá skipti það engu máli þó hann væri í flokksráði Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma.

Hinn glæsilegi sigur H-listans var einfaldlega árangur af frábærri kosningabaráttu, reyndar spáði ég því ca. mánuði fyrir kosningar við ágætan vin minn á D-listanum, að staðan væri á þeim tímapunkti 4-2-1, en þetta fór sem fór.

Niðurstaðan úr þessu öllu er kannski fyrst og fremst sú, að Eyjalistinn er fyrst og fremst flokkráðs framboð, þar sem óháðir eru bara notaðir til þess að fylla upp í lista.

Varðandi vinnubrögð forystufólks Samfylkingarinnar, þá skilur maður kannski betri í dag, hversvegna þessi flokkur sem einu sinni átti 5 þingmenn í suðurkjördæmi hefur einungis átt 1 síðustu ár.

Að lokum vill ég taka það alveg skýrt fram að að sjálfsögðu styðjum við Sonja bæði núverandi bæjarstjórnar meirihluta og vonum svo sannarlega, að þau haldi út kjörtímabilið, bæjarbúum öllum til heilla, en í seinni hlutanum mun ég svo fara yfir öll málin sem við Sonja bókuðum um, bæði hugmyndina á bak við þær sem og að einhverju leiti viðbrögð fráfarandi meirihluta.