Huginn VE 55 kom til heimahafnar í gær eftir talsverðar breytingar í skipasmíðastöð í Póllandi þar sem skipið var lengt um 7,2 metra. Huginn er frystiskip og fjölveiðiskipog var smíðað árið 2001 í Chile. Með því stækkar lestarrými um 600 rúmmetra og verður skipið þá betur útbúið til að sjókæla aflann og landa honum ferskum en ekki frystum.