Níu líf Gísla Steingrímssonar – Útgáfuhóf í Eldheimum

Bókin Níu líf Gísla Steingrímssonar er komin út og er útgáfuhóf í Eldheimum í kvöld. Gísli kynnir og les úr nýrri bók sinni Níu líf Gísla Steingrímssonar, ævintýramanns úr Eyjum sem Sigmundur Ernir Rúnarsson tók saman. Í hófinu mun Rósalind Gísladóttir einnig syngja nokkur lög. Það er bókaútgáfan Veröld sem gefur út þetta einstaka rit. Í kynningu […]
ÍBV semur við markmann og markaskorara

Skrifað var undir samninga við tvo leikmenn sem munu ganga í raðir ÍBV fyrir næsta tímabil og spila með meistaraflokki karla. Jonathan Glenn skrifaði undir samning við ÍBV sem gildir út árið 2020. Glenn kom fyrst til félagsins árið 2014 og fór héðan til Breiðabliks, hann spilaði hjá Fylki á nýafstöðnu tímabili þar sem hann […]
Tjaldstæðin

Á 290. fundi Umhverfis- og skipulagsráðs var stofnaður vinnuhópur til að finna framtíðarlausn fyrir tjaldsvæði á Þjóðhátíð. Tjaldsvæði á Þjóðhátíð hafa verið til bráðabirgða síðustu fimm ár á byggingasvæði í Áshamrinum. Þegar tekin var ákvörðun um að fara með tjaldsvæðið í Áshamarinn fyrir fimm árum var sú ákvörðun aldrei grenndarkynnt enda fór hún ekki formlega […]
Merkúr gefur út sitt fyrsta lag “Welcome to hell”

Hin unga vestmannaeyska þungarokkshljómsveit Merkúr sem kom, sá og sigraði á góðgerðartónleikum Samferða nú í október, fagnar eins árs amæli í dag og sendir af því tilefni frá sér sitt fyrsta lag, Welcome to hell. Lagið er af væntanlegri plötu Apocalypse Rising. „15. nóvember í fyrra var ákveðið að við strákarnir myndum hittast og spila […]
Þrettán framúrskarandi fyrirtæki í Vestmannaeyjum

Creditinfo veitti framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar í Hörpu í dag fyrir rekstrarárið 2017. Á listanum eru 857 fyrirtæki eða 2% allra skráðra fyrirtækja á Íslandi. Samherji er í efsta sæti listans líkt og á síðastliðnu ári og þar á eftir kemur Marel, Landsvirkjun og Alcoa Fjarðaál. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir flutti ávarp […]
Ókeypis blóðsykursmæling í Apótekaranum í dag

Lionsklúbbur Vestmannaeyja í samstarfi við hjúkrunarfræðinga frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum og Apótekarans bjóða ókeypis blóðsykursmælingu í húsnæði Apótekarans í dag, fimmtudaginn 15. nóvember, milli klukkan 15 og 17. Sá sjúkdómur sem er í hvað mestri sókn á Vesturlöndum þessi árin er áunnin sykursýki af gerð tvö. Aukin þyngd manna og auknar kyrrsetur bjóða heim […]