Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á þriðjudaginn var farið yfir umferðaröryggi leik- og grunnskólabarna. Umferðarhópur leggur til að bætt verði úr öllum umferðarmerkingum við leikskólana og skólabyggingar Vestmannaeyjabæjar. Yfirfara allar skiltamerkingar, eldri merki verða endurnýjuð og bætt við ef vantar. Mála í götuna 30km umferðarhraða þar sem það á við. Setja upp ljósaskilti við gangbrautir og setja upp hraðaskilti í samráði við lögregluna. Ráðið samþykkti tillögur umferðarhóps.