Sjálfstæðisfélögin bjóða velunnurum sínum upp á fræðslu í sveitarstjórnarmálum líðandi stundar laugardaginn nk. 17. nóvember kl. 17:00. Þær stöllur Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Helga Kristín Kolbeins leiða fræðsluna og tvinna saman aðferðafræði í sveitarstjórn við líðandi stund í pólitíkinni hér í Eyjum. Mikið hefur gengið á þessa fyrstu mánuði kjörtímabilsins og því ekki verra að líta létt yfir farinn veg.

Súpumeistarar Ásgarðs bjóða svo gestum upp á súpu og Eyverjar fylgja í kjölfarið með létta bargátu (e. Pubquiz) og ennþá léttari veitingar. Sara Renee mætir svo á svæðið og syngur fyrir okkur af sinni alkunnu snilld.