Vel heppnað útgáfuhóf Gísla

Bókin Níu líf Gísla Steingrímssonar er komin út og var útgáfuhóf í Eldheimum í gærkvöldi. Gísli kynnti bókina sína í gær og las upp úr henni en það var Sigmundur Ernir Rúnarsson sem tók hana saman. Í hófinu söng Rósalind Gísladóttir nokkur lög og boðið var uppá léttar veitingar, virkilega vel heppnað útgáfuhóf. (meira…)
Stelpurnar á toppnum

Stelpurnar unnu 28:25-sigur á KA/Þór í 10. umferð Olísdeildar kvenna í handbolta og eru þar með komnar á toppinn með 15 stig. KA/Þór byrjaði leikinn töluvert betur og voru fjórum mörkum yfir snemma í leiknum. ÍBV tókst þó að snúa því við og voru með tveggja marka forystu í hálfleik og gáfu ekkert eftir í […]
Nýtnivika umhverfis Suðurland

Í dag, laugardag hefst árlegt samevrópsk vitundarátak sem kallast á íslensku Nýtnivika (e. The European Week for Waste Reduction). Hugmyndin að Nýtniviku er að vekja athygli á sjálfbærum auðlindum og úrgangsstjórnun. Nauðsynlegt er orðið að draga úr magni úrgangs en það er hægt meðal annars með að minnka neyslu, lengja líftíma hluta, samnýta þá og […]