Stelpurnar unnu 28:25-sig­ur á KA/Þ​ór í 10. um­ferð Olís­deild­ar kvenna í hand­bolta og eru þar með komnar á toppinn með 15 stig.

KA/Þór byrjaði leikinn tölu­vert bet­ur og voru fjór­um mörk­um yfir snemma í leiknum. ÍBV tókst þó að snúa því við og voru með tveggja marka for­ystu í hálfleik og gáfu ekkert eftir í seinni hálfleik. Arna Sif Páls­dótt­ir var marka­hæst í liði ÍBV með sjö mörk. Ásta Björk Júlí­s­dótt­ir og Kristrún Hlyns­dótt­ir skoruðu fjög­ur.