Bókin Níu líf Gísla Steingrímssonar er komin út og var útgáfuhóf í Eldheimum í gærkvöldi. Gísli kynnti bókina sína í gær og las upp úr henni en það var Sigmundur Ernir Rúnarsson sem tók hana saman. Í hófinu söng Rósalind Gísladóttir nokkur lög og boðið var uppá léttar veitingar, virkilega vel heppnað útgáfuhóf.