N1 opnaði með formlegum hætti nýja verslun sína við Friðarhöfn í gær, þriðjudag.

Verslunin er öll hin glæsilegasta og bíður upp á aukið vöruúrval frá því sem áður var í verslununum tveimur sem nú sameinast. Til að mynda í efnavöru, vinnufatnaði og rekstrarvöru ýmiskonar. Þá hefur úrval kaffidrykkja verið aukið til muna og hægt að grípa sér bakkelsi eða samloku með. Verslunarstjóri er Ágúst Halldórsson.

Unnendur kaffistofunnar í Skýlinu geta því tekið gleði sína, því á ný er hægt að tilla sér við sjávarsíðuna í gott spjall, með uppáhelling í bolla.

Óskar Pétur kíkti við og myndaði