Björg­un stefn­ir að því að end­ur­nýja að hluta skipa­kost fé­lags­ins á næstu miss­er­um, þetta kem­ur fram í frétt á heimasíðu fyr­ir­tæk­is­ins. Björg­un átti ­lægsta til­boðið í dýpk­un við Land­eyja­höfn sem var 620 millj­ón­ir. Nú­ver­andi verktaki, belg­íska fyr­ir­tækið Jan De Nul, bauð 1.179 millj­ón­ir. Björg­un bauð nú­ver­andi skipa- og tækja­búnað fé­lags­ins til verks­ins sem henta við mis­mun­andi aðstæður og á mis­mun­andi dýpk­un­ar­svæðum.

Annað hvort verður það gert með ný­smíði dælu­skips eða fjár­fest­ingu í notuðu skipi. Ljóst sé að ferlið muni taka tölu­verðan tíma.Eins og fram hef­ur komið í blaðinu hafa Vega­gerðin og Björg­un und­ir­ritað verk­samn­ing um dýpk­un Land­eyja­hafn­ar næstu þrjú árin.