Aðalfundur Hollvinasamtaka Hraunbúða, verður haldinn þriðjudaginn 4. desember 2018, kl. 17:00 í sal Hraunbúða. Fundurinn verður haldin í sal dagdvalar, gengið inn vestanmegin.  Dagskrá verður samkvæmt 4. grein laga félagsins. Tillögur að lagabreytingum þurfa að hafa borist stjórn félagsins einni viku fyrir aðalfund. Formaður er kosinn á aðalfundi og auk þess sex stjórnarmeðlimir til eins árs í senn, sem skipta með sér verkum gjaldkera, ritara og meðstjórnenda.

Þeir sem eru áhugasamir um að starfa í stjórn félagsins eru hvattir til að bjóða sig fram.
Við hvetjum alla, jafnt félagsmenn sem aðra að koma á fundinn og taka þátt í starfi Hollvinasamtakanna.  Að sjálfsögðu er hægt að skrá sig í samtökin fyrir fundinn og taka þar með fullan þátt í honum.

Fyrir hönd stjórnar
Hollvinasamtaka Hraunbúða
Halldóra Kristín Ágústsdóttir
Formaður