Karl­maður á þrítugs­aldri hef­ur verið ákærður af embætti héraðssak­sókn­ara fyr­ir að bíta lög­reglu­mann og að hóta að beita lög­reglu­konu kyn­ferðis­legu of­beldi.

Maður­inn var hand­tek­inn í Vest­manna­eyj­um í fe­brú­ar. Beit hann lög­reglu­mann meðan á hand­tök­unni stóð og fékk lög­reglumaður­inn bit­f­ar á hand­ar­bak.

Við komu á lög­reglu­stöðina í Vest­manna­eyj­um hótaði maður­inn lög­reglu­mann­in­um sem hann hafði bitið sem og lög­reglu­konu sem var við störf. Í ákæru máls­ins kem­ur fram að hann hafi hótað þeim báðum líf­láti og þá hafi hann hótað kon­unni því að beita hana kyn­ferðis­legu of­beldi og að „hún yrði hvergi óhult,“ eins og það er orðað í ákær­unni.

Farið er fram á að maður­inn verði dæmd­ur til refs­ing­ar og greiðslu alls sak­ar­kostnaðar.

Mbl.is greindi frá