Eyþór Harðarson

Eyþór Harðason útgreðastjóri hjá Ísfélaginu sagði í samtali við Eyjafréttir að þeir hefðu klárað veiðar á norsk íslensku síldinni um  miðjan nóvember, sem var um 15.000 tonn. Aðspuður hvort meiri vinnu væri að hafa fyrir fólk í landi hjá Ísfélaginu á Þórshöfn en í Eyjum sagði Eyþór að norks íslenska síldin hefði verið unnin á Þórshöfn að mestu leiti, „eins og við höfum gert undanfarin 10 ár, eða síðan Ísfélagið hóf rekstur þar.“

„Nú eru að hefjast veiðar úr íslenska síldarstofninum og því miður hefur sýking í síldinni verið að stríða okkur og fyrsti farmurinn af Álsey fór í bræðslu. En við megum ekki gleyma því að síldarmjöl er eftirsótt vara og ekki hægt að tala þannig að um sóun  sé að ræða þó svo að síld til manneldis skapi meiri vinni í samfélaginu,“ sagði Eyþór. Ísfélagið á tæp 4000 tonn af síld úr íslenska stofninum, „vonandi finnst eitthvað af síld við landið sem verður hæf til manneldisvinnslu í frystihúsinu.“

„Síðustu vikur hafa bolfiskskip Ísfélagsins, Ottó og Dala Rafn, landað reglulega í Eyjum og haldið uppi fullri vinnu í frystihúsinu,“ sagði Eyþór að endingu.