Bergey komin yfir 5.000 tonnin á árinu

Skip Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum, Bergey VE og Vestmannaey VE, hafa fiskað einstaklega vel á árinu. Bergey landaði í Eyjum sl. miðvikudag og fór þá yfir 5.000 tonnin. Aflinn í veiðiferðinni var blandaður; ýsa, þorskur, karfi og ufsi. Nú þegar er árið 2018 orðið það ár sem skip Bergs-Hugins hafa skilað mestum afla á land. Til […]
Sælgætissala Kiwanis

Ágætu bæjarbúar nú um helgina mun vaskir sveinar úr Kiwanisklúbbnum Helgafell arka um bæinn og selja hið árlega jólasælgæti Kiwanis. Viðtökur bæjarbúa hafa ávallt verið góðar og vonumst við eftir áframhaldi á því. Salan á jólasælgætinu er stærsta fjáröflun okkar og hefur fjármagnað mörg góð verk hér í bæjarfélaginu. En við höfum gefið rúm, göngugrind […]
Þakkarorð á aðventu

(meira…)
Yfirlýsing bæjarfulltrúa Miðflokksins í Suðurkjördæmi

Bæjarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi harma þau niðrandi ummæli sem þingmenn Miðflokksins létu falla um samborgara sína og samstarfsfólk sitt þann 20. nóvember síðastliðinn á Klaustur Bar í Reykjavík og náðust á hljóðupptöku. Við vonum að þingflokkur Miðflokksins komist að ásættanlegri niðurstöðu á fundi sínum í dag fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem þarna […]
Njóta eða neyta?

Um mánuður er nú til jóla og margir farnir að huga að hátíðunum. Jólin hafa á mörgum heimilum snúist upp í andhverfu sína og veldur fjölskyldum streitu og vanlíðan, um þetta hefur margoft verið fjallað. En nú er kjörið tækifæri að endurmeta hlutina og hvað er okkur kærast í lífinu. Reynum að einbeita okkur að […]
Jólamarkaður í Höllinni

Bjóðum ykkur öllsömul velkomin á Jólamarkaðinn í Höllinni 1. og 2. desember milli klukkan 12.00 og 17.00. Þar munu listamenn, handverksfólk og fyrirtæki vera með verk sín og þjónustu til sölu, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Einnig verður kaffihús þar sem verður hægt að fá kaffi, kakó og jólalegar veitingar. Þá er krakka horn þar sem verður […]