Tölvun hefur á innan við einu ári tífaldað hraða internettengingar sinnar yfir IP-net Símans og býður nú allt að 1Gbps (Gíga-bit-per-second) internetsamband yfir ljósleiðaranet sitt. Stækkunin var gerð um síðustu mánaðamót og hefur gengið hnökralaust.

Hraði ljósleiðaratenginga Tölvunar á netinu innanbæjar er allt að 10Gbps. Það má því setja stórt spurningamerki við auglýsingar ákveðinna samkeppnisaðila sem bjóða „hraðasta internetið í Vestmannaeyjum“

Mikil vinna hefur verið lögð í stækkun sambanda internetþjónustunnar, en Tölvun er bæði með tengingu við Metronet Vodafone og IP-net Símans.

Það eykur afhendingaröryggið til muna þar sem að Metronetið tekur sjálfkrafa við af IP-netinu ef  samband rofnar.

Mörg ár eru síðan Tölvun hætti að magnmæla niðurhal viðskiptavina og eru því allir viðskiptavinir okkar með ótakmarkað niðurhal.

Við teljum það tímaskekkju hjá stóru fjarskiptafélögunum að rukka sérstaklega fyrir niðurhalið. Tölvun hefur frá því fyrir síðustu aldamót staðið fyrir ljósleiðaravæðingu fyrirtækja og stofnana í Vestmannaeyjum.

Ljósleiðaranet Tölvunar er komið vel yfir 10km og stækkar ört. Að lokum má geta þess að Tölvun býr nú yfir tækjum og þekkingu til ljósleiðarasplæsinga.

Það styttist því í að heimilum bjóðist ljósleiðaratenging við internetið í Vestmannaeyjum.

Með von um gleðilega aðventu.

Davíð í Tölvun