Tommadagurinn á sunnudaginn

Tómas Ingi Tómasson yfirþjálfari yngri flokka Fylkis og aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðs Íslands hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015. Tómas Ingi er fæddur og uppalin í Eyjum og fyrverandi leikmaður ÍBV og tekur ÍBV þátt í deginum. Í fréttatilkynningu frá Fylki segir „Tommi var afburða knattspyrnumaður sem spilaði […]
Tryggjum jöfnuð gagnvart fæðingarþjónustu

Fæðingarstöðum á Íslandi hefur fækkað hin síðari ár. Árið 2003 voru þeir 14 en eru nú 8. Hátt á þriðja hundrað börn fæðast árlega sem eiga foreldra sem búa yfir hundrað kílómetra frá fæðingarþjónustu. Félags- og jafnfréttisráðherra hyggst í samvinnu við heilbrigðisráðherra stofna starfshóp til að fara heildstætt yfir aðstæður barnshafandi kvenna á landsbyggðinni með […]
Kvenfélagið Líkn með sitt árlega kaffi og basar

Árleg kaffisala Kvenfélagsins Líkn var haldin í Höllinni á fimmtudaginn. Fyrir mörgum er kaffið upphafið að aðventunni. Að vanda voru margir sem kíktu við í kaffið enda eðal úrval af kökum og bakkelsi í boði. Líknarkonur voru að með basarinn sinn á sínum stað og seldu afrakstur af handavinnu og saumaskap. Allur ágóði af þessum […]
3. desember – Vera Björk Einarsdóttir

Núna á aðventunni bryddar Landakirkja upp á þeirri nýbreyttni að vera með jóladagatal sem ber heitið Þakkarorð á jólum. Í stuttum myndbandsinnslögum munu Vestmannaeyingar tala frá eigin brjósti um þakklæti í tengslum við aðventuna, jólin og jólaboðskapinn og verður afrkasturinn, eitt innslag á dag. (meira…)
ÍBV og Fram mætast í kvöld

Í kvöld fer fram leikur ÍBV og Fram í Olís-deild karla. Leikurinn sem er í Vestmannaeyjum hefst klukkan 18:30. Liðin eru bæði neðarlega í deildinni, ÍBV í tíunda sæti og Fram í níunda sæti. (meira…)