Kvenfélagið Líkn með sitt árlega kaffi og basar

Nokkrar af þeim 119 konum sem eru í kvenfélaginu Líkn við vinnu á Líknarkaffinu síðasta.

Árleg kaffisala Kvenfélagsins Líkn var haldin í Höllinni á fimmtudaginn. Fyrir mörgum er kaffið upphafið að aðventunni. Að vanda voru margir sem kíktu við í kaffið enda eðal úrval af kökum og bakkelsi í boði. Líknarkonur voru að með basarinn sinn á sínum stað og seldu afrakstur af handavinnu og saumaskap. Allur ágóði af þessum degi mun svo renna til Heilbrigisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum.

chevron-right chevron-left

 

Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið