Tomma­dag­ur­inn á sunnu­dag­inn

Tóm­as Ingi Tóm­as­son yfirþjálf­ari yngri flokka Fylk­is og aðstoðarþjálf­ari 21 árs landsliðs Íslands hef­ur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í árs­byrj­un 2015. Tómas Ingi  er fæddur og uppalin í Eyjum og fyrverandi leikmaður ÍBV og tekur ÍBV þátt í deginum.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Fylki seg­ir

„Tommi var af­burða knatt­spyrnumaður sem spilaði með ÍBV, KR, Grinda­vík og Þrótti hér heima við góðan orðstír en það tók sinn toll lík­am­lega og aðgerðin var óumflýj­an­leg. Árið 2018 hef­ur verið ein­stak­lega erfitt lík­am­lega og and­lega fyr­ir hann og fjöl­skyldu hans, þar sem Tommi hef­ur eytt yfir 200 dög­um inni á spít­ala frá því í apríl. Hann bíður nú þess að kom­ast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu 4 aðgerðir hér­lend­is hafa ekki skilað ár­angri. Ofan á allt þetta hafa svo bæst fjár­hags­á­hyggj­ur og því er komið að okk­ur; vin­um, velunn­ur­um og ætt­ingj­um að leggj­ast á eitt til að styðja Tomma og fjöl­skyldu hans. Gangi þér vel Tommi!“

Dag­skrá
kl 9:45 – 10:45 Opin æf­ing / knattþraut­ir (f stráka og stelp­ur 6-12 ára) í um­sjón Eyj­ólfs Sverris­son­ar Rún­ars Krist­ins, og Arn­ars Grét­ars­son­ar – ásamt þjálf­ur­um yngri flokka Fylk­is

1.000 á barn við inn­gang­inn

Kl 11:00 Úrslita­leik­ur Tomm­a­móts­ins

Pressulið Rún­ars Krist­ins – landslið Eyj­ólfs Sverris­son­ar. Sýnd­ur beint á Sport TV – Gummi Ben lýs­ir

Krist­inn Jak­obs­son dæm­ir leik­inn.

Frjáls fram­lög við inn­gang­inn

All­ir leik­menn munu greiða fyr­ir að spila fót­bolta þenn­an dag.

Ef þú kemst ekki á Tomma­dag­inn en lang­ar að styðja verk­efnið þá er hægt að leggja inn á reikn­ing 0528-14-300 kt 0706694129