Leggja til 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum einstaklinga

Starfshópur sem hafði það hlutverk að móta tillögur um uppbyggingu flugvallakerfisins á Íslandi og eflingu innanlandsflugs sem almenningssamgangna hefur skilað skýrslu til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Í skýrslunni eru gerðar tillögur um breytingar á fyrirkomulagi innanlandsflugs og rekstri flugvalla og að innanlandsflug verði hagkvæmur kostur fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Til að jafna aðgengi landsmanna […]
Ný vél Ernis í áætlunarflug á morgun

Nýjasta vélin í flota Ernis, TF-ORI, mun fara í sitt fyrsta áætlunarflug á morgun, miðvikudaginn 5.des. Ernir hafa þjónustað Eyjamenn vel og er vélin góð viðbót í flotan þeirra. (meira…)
4. desember – Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Núna á aðventunni bryddar Landakirkja upp á þeirri nýbreyttni að vera með jóladagatal sem ber heitið Þakkarorð á jólum. Í stuttum myndbandsinnslögum munu Vestmannaeyingar tala frá eigin brjósti um þakklæti í tengslum við aðventuna, jólin og jólaboðskapinn og verður afrkasturinn, eitt innslag á dag. (meira…)
Vel heppnaður jólamarkaður

Um helgina var haldin jólamarkaður í Höllinni. Þar komu listamenn, handverksfólk og fyrirtæki með verk sín og þjónustu til sölu. Jólalegt var um að lítast, kaffihús opið og barnahorn þar sem börnin gátu skreytt piparkökur og fleira skemmtilegt. (meira…)
Langþráður sigur hjá strákunum í gær

ÍBV fékk Fram í heimsókn í leik í 11. umferð Olís-deild karla í handbolta í gærkvöldi. Jafnræði var með liðunum stærsta part leiksins en Eyjamenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 14-12. ÍBV hélt muninum í 2 til 3 mörkum þar til um tíu mínútur voru til leiksloka að Framarar minkuðu muninn í eitt mark. […]