Nú er Kvenfélagið Líkn farið af stað með sína árlegu jólakortasölu og í ár fengum við mynd eftir Brynhildi Friðriksdóttur  til þess að prýða listamannakortin okkar og tvær myndir eftir Jóhannes Jensson til þess að vera á eyjakortunum okkar. Í ár er listamannakortið ekki með neinum texta svo hægt er að nota það sem tækifæriskort allt árið um kring. Einnig fórum við í endurnýtingu á eldri jólakortum frá okkur og létum klippa þau í einföld merkispjöld með fallegum myndum frá eyjum sem hægt er að nota allt árið um kring.  Svo erum við auðvitað með hinu hefðbundu jólakort líka. Kortin frá Líkn eru til sölu i Vöruval, Sjúkrahúsinu og Kletti og allur ágóðinn rennur í sjúkrahússjóð Líknar. Vonumst við eftir góðum viðtökum.