Nokkur útköll vegna vonskuveðurs

Mikið vonskuveður hefur gengið yfir landið á liðnum sólahring og þurfti Björgunarfélagið að fara í útkall vegna þakplatna sem voru farnar að losna af húsþaki. Nokkur lítill verkefni fylgdu í kjölfarið en þakplötur af húsinu höfðu meðal annars fokið víðsvegar til vesturs í bæinn, segir í tilkynningu frá félaginu. (meira…)
11. desember – Andrea Guðjóns Jónasdóttir

Núna á aðventunni bryddar Landakirkja upp á þeirri nýbreyttni að vera með jóladagatal sem ber heitið Þakkarorð á jólum. Í stuttum myndbandsinnslögum munu Vestmannaeyingar tala frá eigin brjósti um þakklæti í tengslum við aðventuna, jólin og jólaboðskapinn og verður afrkasturinn, eitt innslag á dag. (meira…)
Fjárhagsáætlunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja fyrir helgi fór fram síðari umræða um fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Íris Róbertsdóttir gerði grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2019 frá fyrri umræðu. Við umræðu um málið tóku einnig til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Trausti Hjaltason, Guðmundur Ásgeirsson, Helga Kristín Kolbeins, Elís Jónsson og Njáll Ragnarsson. Bæta […]
Heimaey VE til vöktunar á loðnu fyrir norðan land

Ráðgert var að Heimaey VE 1, skip Ísfélagsins, héldi í gærkvöldi frá Eskifirði til loðnuleitar, en rúmur áratugur er síðan farið var í leit að loðnu í desember. Ráðgert er að leiðangurinn standi í um vikutíma, en veðurspá er ekki góð fyrir næstu daga. Verkefnið er unnið í samvinnu Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa, þessu er […]